mánudagur, 28. janúar 2008

Nr one

Þið vitið það auðvitað allflest að ég er best en ég kom líka best útúr kosningunum í starfsmannafélagið sem var sko ekki leiðinlegt. Fór svo og fagnaði með liðinu á föstudagskvöld...og skulum bara lítið ræða það frekar ! Ég fékk yfir 200 atkvæði og því ofsalega kát og glöð og nú tekur hörku vinna við. Hef heyrt margar raddir að fólk vilji mig sem formann en ég var svosem ekkert sérstaklega að sækjast eftir því vildi bara vera með. Helgin var voðalega þreytt og skítug þar sem húsið okkar nýja er soldið í rúst þar sem framkvæmdir eru á fullu. Matti bróðir sem er snillingur er að slétta hraunveggi, spassla , pússa og ég veit ekki hvað, við erum svo heppin að hafa svona snilling sem virkilega nennir að rjúka í hlutina. Erum að vona að veggir verði sléttir og og málaðir á neðri hæð um næstu helgi þá tekur við að taka uppúr rest af kössum og raða. Eins vantar okkur töluvert af hyrslum inná nýja heimilið. Stofunni vantar skenk, ljós, tv hyrslu ofl. Herbergjum vantar hillur í tonnatali , kommóður og þessháttar..þannig það er eins gott að byrja að spara ! En ef einhver lumar á dóti sem þarf að losa sig við sem lookar ágætlega erum við alveg til í að skoða ;)

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég veit um ofsalega fínt sófasett... ;)

Nafnlaus sagði...

Ég er amk með kommóðu sem ég þarf að losna við alveg núna (er núna með 2 kommóður í holinu) og svo er ég líka með eitt skrifborð (krakka)..

Solla sagði...

hehe vantar ekki sófasett í bili læt það bíða betri tíma. En ég er vel til í kommóðuna íris og skrifborð