mánudagur, 28. apríl 2008

Æðisleg helgi

Já það má sko með sanni segja að laugardagurinn hafi staðið uppúr þessa helgi en þa var Árshátíð Árbæjarsaumó. Þetta er árlegt hjá okkur og makar fá að vera með þetta eina skipti hehe. Dagurinn byrjaði að við stelpurnar hittumst heima hjá Grétu um 15 leitið um daginn þar var skálað í kampavíni og ostar og vinber borðuð og kjaftað. Svo var skipt í 2 lið og farið í ratleik um garð Grétu og allskonar þrautir lagðar fyrir okkur. Mitt lið tapaði naumlega ..en þar var pottþétt af því einhver svindlaði hehe. Svo eftir ratleik var meira kampavín og svo brunað með okkur í sund..veðrið skemmdi sko ekki fyrir og við láum flatar og sóluðum okkur. Svo var farið í það að taka sig til en þemað var mafían þannig við tókum tímabilið um 1920 með stæl og vorum allar glæsilegar eins og mun sjást á myndum hér að neðan. Svo fórum við aftur til Grétu og þar beið okkar meira kampavín og bjór ofl ofl. Glæsilegur forréttur og svo um 19 komu kallarnir okkar allir rosalega mafíósalegir og flottir. Svo var langborð þar sem boðið var svo uppá glæsilegan kvöldverð...grilluð lambalæri með öllu tilheyrandi namm namm. Svo má segja að kvöldið og nóttin hafi einkennst af drykkju, dansi...undarlegum píanóleik hjá mér og pallumræðum útí í góða veðrinu. Við Höddi skriðum heim ....jahh mar spyr sig líklega var hún meira en 4 klukkan...en myndir segja mun meira en orð og skelli þvi nokkrum hér inn.

mánudagur, 21. apríl 2008

news or not

Já já ég veit blogghaugurinn er en á ferðini...Berlín var æði pæði og ég ætla pottþétt þangað aftur og grúska í allri sögunni sem fylgir þessari borg. Við lenntum í Berlín um kvöldið og fórum nánast beint út á lífið skelltum okkur á geggjaðan stað sem heitir White Trash fast food og er svona Hard rokk x 10 hehe. Staður á nokkrum hæðum undarlega skreyttur og þar spila þvílík rokkbönd allt kvöldið. Og maturinn var alveg geggjaður , bestu borgarar sem við höfum smakkað og allt á matseðlinum hét rugl nöfnum eins og " Fuck You fries" og "Chicken ass bitch" hehe.





Þarna var étið vel og drukkið en betur..og svo skriði uppá hótel þar sem við þurftum að vakna kl 8.30 á laugard til að fara i skoðunarferð. Ekki voru allir sem meikuðu þá skoðunarferð en við Höddi vorum GEGGJAÐ fersk...jeeee right hehe. En skoðunarferðin var alveg ómissandi og ég sé sko ekki eftir að hafa lagt hana á mig. Eftir þá ferð skelltum við okkur smá í búðir og við shoppuðum smotterí í H&M ( fann mér 2 kápur lettar, boli, pils, skirtu). Svo fórum við og gerðum okkur sætari og skelltum okkur á stað sem heitir Shiro Shiro þar fyrir utan tóku á móti okkur samstarfsfélagar Hödda sem voru skrautlegir og búnir að tana sig í drasl með spray on og meiki og drasli hehe Kvöldið var geggjað í alla staði opin bar allt kvöldið, maturinn snilld og fólkið frábært. Vorum þarna fram á nótt og mætti meðal annars Helgi Björns og skemmti okkur og svo var DJ fram eftir öllu. Maður var sko vel sósaður þegar uppá hótel var haldið , við Höddi vorum gamla fólkið i ferðini og vorum ein af fáum sem tjúttuðum ekki til morguns alla dagana.

Sunnudagurinn fór svo í svefn, labb um borgina, skoða söfn og markaði og fleira æðislegt. Við Höddi fórum svo bara 2 saman út að borða og sötruðum smá öl og svo var bara skriðið uppá æðislega 5 stjörnu hótelið og uppí rúm ;) . Mánudagurinn fór í það að eyða peningum aðallega í H&M á stelpurnar og svo hangs og bið eftir að komast heim til stelpnana :) Komum heim um miðnætti og það var ofsa nice...en Berlín er æði og mæli ég sko eindregið með henni. Fleiri myndir má sjá hér http://www.flickr.com/photos/25067559@N00/ . Og já svo er ég að fara hingað í maí með Voda http://www.hesperia.com/hotels/Hesperia-Alicante/ hel það verði alls ekki leiðinlegt hehe. Annars verður næsta helgi lika mjög skemmtileg en þá er árshátíð árbæjarsaumó sem er árlegt með mökum...Mafíu þema og því allt tengt því vel þegið hmmm...byssur og....exi ? eða..hehe

miðvikudagur, 9. apríl 2008

Herbalife fjölskyldan

Ég er byrjuð aftur að fara í ræktina eldsnemma 3 viku eða kl fyrir 6 til einkaþj á mánudaginn varð ég vör við mjög fyndna fjölskyldu á sama tíma í ræktinni. Þau voru þá 3 saman..mamman, pabbinn og dóttirinn og þau voru öll svo vel merkt Herbalife að sjaldan hef ég séð annað eins. Það voru peysur, bolir, buxur, brúsar og eflaust nærföt líka, það sem vakti mína athygli var að þau voru öll í ágætis yfirþyngd. Ok gott hjá þeim að vera að hreyfa sig...en ég meina er þetta góð auglýsing fyrir Herbalife ? Ég er svo illa innrætt að mér fannst þetta ógeðslega fyndið en komst svo að því að ég væri ekkert ein um að finnast þetta fyndið. Ég er hvort eð er löngu komin með passa í helvíti eftir að ég dey þannig ég er ekkert að gráta þessa illsku mína. Anywhooo í morgun mætti ég galvösk og hvað haldið þið ein dóttir í viðbót hafði bæst í hópinn sem og einhver fjölskvinur kall á gamals aldri. Þessi viðbótardóttir "þóttist" svo vera þjálfari hinna og svoleiðis rak þau áfram í allsvakalega undarlegar og fáránlegar æfingar. Eftir að hafa verið lengi hjá þjálfara tel ég mig hafa svona smá vit á því sem á að gera og hvað ekki og að horfa á þau var bara eins og einhver grínmynd. Nenni nú ekki að fara útí smáatriðin en getum sagt að hún hafi misskilið ýmislegt stelpugreyið og familían fær að gjalda fyrir það. En augljóst þau hafa tröllatrú á henni og herbalife þannig ég mun vel fylgjast með árangri þeirra hehe.
Annars er ég með harðsperrur dauðans.....sem er ÆÐI ! love it..vaknaði 5.30 í morgun tók góða klukkutíma æfingu brennslu og lappir kom heim um 7 sturtaði mig..vakti eldra barnið...gerði mig sæta..eða sætari ..og bjó svo til geggjað skyr boozt handa allri familíunni. Kom svo kalli og yngra barni á fætur og í föt ( já það þarf :) og svo komin í vinnu um 8.30. Þetta kalla ég allavega magnaðann morgun og mér líður betur en allt. En skal veðja að um hádegið verð ég þreyttari en allt....þá leita ég í kaffið..sem er nýtt hjá mér ! Annars er Berlín á föstudag jeee babyyyyyyyyyyy og þarf að missa 20 kg fyrri það , haldið þið það takist ekki ?..spurning að díla við herbagelluna um einkatíma hmmmm hehe

þriðjudagur, 8. apríl 2008