mánudagur, 21. apríl 2008

news or not

Já já ég veit blogghaugurinn er en á ferðini...Berlín var æði pæði og ég ætla pottþétt þangað aftur og grúska í allri sögunni sem fylgir þessari borg. Við lenntum í Berlín um kvöldið og fórum nánast beint út á lífið skelltum okkur á geggjaðan stað sem heitir White Trash fast food og er svona Hard rokk x 10 hehe. Staður á nokkrum hæðum undarlega skreyttur og þar spila þvílík rokkbönd allt kvöldið. Og maturinn var alveg geggjaður , bestu borgarar sem við höfum smakkað og allt á matseðlinum hét rugl nöfnum eins og " Fuck You fries" og "Chicken ass bitch" hehe.





Þarna var étið vel og drukkið en betur..og svo skriði uppá hótel þar sem við þurftum að vakna kl 8.30 á laugard til að fara i skoðunarferð. Ekki voru allir sem meikuðu þá skoðunarferð en við Höddi vorum GEGGJAÐ fersk...jeeee right hehe. En skoðunarferðin var alveg ómissandi og ég sé sko ekki eftir að hafa lagt hana á mig. Eftir þá ferð skelltum við okkur smá í búðir og við shoppuðum smotterí í H&M ( fann mér 2 kápur lettar, boli, pils, skirtu). Svo fórum við og gerðum okkur sætari og skelltum okkur á stað sem heitir Shiro Shiro þar fyrir utan tóku á móti okkur samstarfsfélagar Hödda sem voru skrautlegir og búnir að tana sig í drasl með spray on og meiki og drasli hehe Kvöldið var geggjað í alla staði opin bar allt kvöldið, maturinn snilld og fólkið frábært. Vorum þarna fram á nótt og mætti meðal annars Helgi Björns og skemmti okkur og svo var DJ fram eftir öllu. Maður var sko vel sósaður þegar uppá hótel var haldið , við Höddi vorum gamla fólkið i ferðini og vorum ein af fáum sem tjúttuðum ekki til morguns alla dagana.

Sunnudagurinn fór svo í svefn, labb um borgina, skoða söfn og markaði og fleira æðislegt. Við Höddi fórum svo bara 2 saman út að borða og sötruðum smá öl og svo var bara skriðið uppá æðislega 5 stjörnu hótelið og uppí rúm ;) . Mánudagurinn fór í það að eyða peningum aðallega í H&M á stelpurnar og svo hangs og bið eftir að komast heim til stelpnana :) Komum heim um miðnætti og það var ofsa nice...en Berlín er æði og mæli ég sko eindregið með henni. Fleiri myndir má sjá hér http://www.flickr.com/photos/25067559@N00/ . Og já svo er ég að fara hingað í maí með Voda http://www.hesperia.com/hotels/Hesperia-Alicante/ hel það verði alls ekki leiðinlegt hehe. Annars verður næsta helgi lika mjög skemmtileg en þá er árshátíð árbæjarsaumó sem er árlegt með mökum...Mafíu þema og því allt tengt því vel þegið hmmm...byssur og....exi ? eða..hehe

Engin ummæli: