miðvikudagur, 20. febrúar 2008

Busy






















Augljóst að maður er busy enda alveg nóg að gera..helgin varð hin rólegasta þar sem ég ákvað að vera bara róleg. Vangefið sem gekk á í síðustu viku, en á miðvikudag er hringt í Hödda og alveg " Hey þú vannst í Lottó 60 kjell" Höddi alveg "riiight hver er að gera at ?" en þetta var ekkert at. Svo á fimmtudagskvöldið er ég þvilíkt að tala um að nú sé sko heppnin að koma hjá okkur og nú eigi að fjárfesta í happadrættismiða, skeiðhesti, póker og ólöglegri rúlettu osfrv. Daginn eftir þetta tal mit klikkar JEPPINN okkar fíni og allt í steik og líkur á að við þurfum að punga út fullt af 100 þúsund köllum til að laga hann. Þannig..djammið sem ég hafði planað um kvöldið á föstud fór útí buskann ég datt úr öllu stuði. En dagurin eins og sést á myndum af mér hér að neðan var æði og ég ætla að skella n0kkrum stemmingsmyndum frá þessum degi hér inn. Það mættu semsagt nánast allir í búningum þennann dag og þetta var æði. Fyrsti viðburður starfsmannafélagsins undir minni stjórn og allt tókst æðislega vel. Það róast ekkert í vinnunni og endalausir fundir þar og í tengslum við staffafélagið, við erum að fara gera Vodafone skaupið sem verður sýnt á árshátíðinni í maí og það er bara skemmtilegt. Erum komin með leikstjóra og læti og þetta er bara fun fun fun eeeen mikil vinna. Næstu helgi er svo 30 ára afmæli Finnsa samstarfsfélaga og vinar en hann er búin að vinna lengi með mér ..eeen ætlar að hætta í næstu viku :(. Þannig ég ætla að skjótast smá útá lífið á föstudaginn og svo tekur við hörkupúl hér heima en neðri hæðin er að smella málaralega og spassllega séð hehe.






fimmtudagur, 14. febrúar 2008

þriðjudagur, 12. febrúar 2008

Fíllinn fer á hreyfingu

Jebbs ég dreif mig af stað kl 5.40 í gærmorgun á æfingu..þá fyrstu í að verða mánuð held ég barasta sem er sko langt frá því að vera gott mál. Bjarney þjálfi held ég hafi ákveðið að refsa mér fyrir letina og var sko vel tekið á því úff púff. Ég gat varla tannburstað mig í morgun vegna verkja í höndum eftir bekkpressu, armbeygjur og fleiri píningar en guð hvað mér líður samt vel. Er dauð þreytt og verkjar um allt en líður svoo vel , nú verður þetta áfram tekið á hörkunni og ekkert múður. Borða hollt og hreyfamig 5 sinnum í viku lágmark ! Þannig ég verð að drífa mig í ræktina í kvöld ef ég ætla að standa við þessi stóru orð. En djöfull er maður mikill aumingi shit..taldi mig nú vera búna að ná upp sotlum styrk en SHIT...ég rétt svo tók stöngina sem er 20 kg í bekkpressu...Bjarney hefur mikla trú á mér greinilega hehe og bætti við 5 kg..og ég hélt ég myndi andast á staðnum af ofreynslu. En þetta hafðist nokkrum sinnum og nú er bara markmið að geta þyngra í bekk og fleiri armbeygjur !

sunnudagur, 10. febrúar 2008

Þorrablót ofl


Æðislega girnileg mynd ekki satt ?
Helgin var lovely á föstudag var hópefli, kynning og þorrablót hjá Tæknisviði og það var rosalega skemmtilegt. Við vorum sótt í vinnuna með rútu kl 14 og með henni fórum við í Smárabíó þar sem við komum okkur fyrir í einum salnum með popp og kók. Þar byrjaði Gestur framkvstjóri að halda smá tölu um það sem er að gerast hjá okkur þetta árið sem er heill hellingur. Svo koma sálfræðingur sem heitir Jóhann Ingi sem margir þekkja og hann tók okkur í nett pepp og skemmtilegheit. Ferlega hress og skemmtilegur maður sem kann að fá fólk til að hlæja. Eftir þetta allt saman kom rútan aftur og var ferðinni heitið í HK heimilið í Digranesi en þar tók við svaka íþróttakeppni þá meina ég SVAKALEG hehe. Okkur var skipt í lið eftir dýrategundum og það kom mér mjög lítið á óvart að lenda í fílahópnum...enda að verða að fíl eftir æfingarleysi og ofát. Anyyywho þær íþróttir sem keppt var í var karfa, brennó, snú snú, boðhlaup með borðtennisspaða og kúlu og svo voru ýmsir skemmtilegir leikir eins og að raða hópnum í stafrófsröð og eftir aldrei en engin mátti tala hehe. Eftir 1,5 tíma af íþróttum var farið með sveitt tæknifólk í nýja tækjasal vodafone í Hafnarfirði og þar fengum við loks fyrsta bjórinn. Vorum þar í meira en klukkustund og skemmtum okkur og skoðuðum tæknina..um 19 var svo farið aftur í HK heimilið þar sem tóku á móti okkur sviðakjammar, hrutspungar, lundabaggar og hákarl = mikið af ónýtum mat. En þarna var líka brennivín, bjór, léttvín ofl gott ! Svo var sungið og sungið og mikið hlegið ..okkur var blandað á borð og 3 sinnum um kvöldið vorum við látin færa okkur annað þannig að öruggt væri að sem flestir myndu tala saman og kynnast. Þessu lauk svo á mjög kristilegum tíma og ég gamla konan ákvað að koma mér bara heim..á meðan sumir létu sig hafa það að vaða óveðrið yfir á mjög svo loðin stað í kópavogi sem heitir Catalina ! hehe. Var sko mjög fegin í gær að hafa komið snemma heima og var eldhress í gær að gera fínt hér heima.
Talandi um heima nú fer neðri hæðin alveg að smella málaralega og spasslega séð, veggir eru orðnir hvítir og ekki lengur ógeðslega gulir sem er YNDISLEGT og þvilíkur munur ! Það sem á svo eftir að gera þegar máleríið klárast í vikunni er að lakka gluggakistur, ath með lökkun og spreyun á eldhúsinnréttingunni, raða húsg, myndum ofl dóti, kaupa eldhússtóla ofl ofl. Og nú er ég sko bara að tala um neðri hæðina hehe.

miðvikudagur, 6. febrúar 2008

Öskudagur

Sóley Birta var svona flott áðan og fór í búðir að syngja fyrir nammi :) Sæta sæta

þriðjudagur, 5. febrúar 2008

veikindi

Já veikindunum ætlar ekkert að linna ég er rétt svo að jafna mig af hóstanum endalausa og kvefdæmi þegar Ásdís litla tekur við . Hún er svo kvefuð og hóstar svooo mikið greyið að við fórum með hana til dokksa í gær og hún fékk en og aftur púst þessi elska. Er hitalaus í gær og dag þannig eg setti hana út að lúlla og sú sefur vel ! Ég er að reyna vinna hér heima þó illa gangi..en nóg er að gera.
Annars er það að frétta að húsið okkar er en í rúst og maður orðin nett þreyttur á drasli og ryki..eeeen þetta tekur allt enda vonandi fljótlega. Ca mánuður til aflögu þar sem Sóley á afmæli í mars..og þá vill ég hafa allt fínt.
Annars skráði ég mig í smá nám núna í febrúar námskeið hjá endurmenntun Háskóla Íslands það má lesa um það hér . Hlakkar mikið til og ætla mér að fara svo á fleiri námskeið sem gætu henntað mér og hjálpað mér við vinnu.
Næsta föstudag er tæknisviðshópefli og skemmtilegheit, verður farið með okkur úr húsi kl 14 og það verður farið um bæin í leiki og svo þorramat og gleði. Svo þarnæsta föstudag er fyrsta skrall ársins hjá Starfsmannafélagi Vodafone og eins gott að gera vel ! ..fyrsti viðburður minn sem formaður SVO ekki slæmt það.

Svo Berlín í apríl og skagafjörður í maí..nóg að hlakka til