þriðjudagur, 12. febrúar 2008

Fíllinn fer á hreyfingu

Jebbs ég dreif mig af stað kl 5.40 í gærmorgun á æfingu..þá fyrstu í að verða mánuð held ég barasta sem er sko langt frá því að vera gott mál. Bjarney þjálfi held ég hafi ákveðið að refsa mér fyrir letina og var sko vel tekið á því úff púff. Ég gat varla tannburstað mig í morgun vegna verkja í höndum eftir bekkpressu, armbeygjur og fleiri píningar en guð hvað mér líður samt vel. Er dauð þreytt og verkjar um allt en líður svoo vel , nú verður þetta áfram tekið á hörkunni og ekkert múður. Borða hollt og hreyfamig 5 sinnum í viku lágmark ! Þannig ég verð að drífa mig í ræktina í kvöld ef ég ætla að standa við þessi stóru orð. En djöfull er maður mikill aumingi shit..taldi mig nú vera búna að ná upp sotlum styrk en SHIT...ég rétt svo tók stöngina sem er 20 kg í bekkpressu...Bjarney hefur mikla trú á mér greinilega hehe og bætti við 5 kg..og ég hélt ég myndi andast á staðnum af ofreynslu. En þetta hafðist nokkrum sinnum og nú er bara markmið að geta þyngra í bekk og fleiri armbeygjur !

Engin ummæli: