þriðjudagur, 5. febrúar 2008

veikindi

Já veikindunum ætlar ekkert að linna ég er rétt svo að jafna mig af hóstanum endalausa og kvefdæmi þegar Ásdís litla tekur við . Hún er svo kvefuð og hóstar svooo mikið greyið að við fórum með hana til dokksa í gær og hún fékk en og aftur púst þessi elska. Er hitalaus í gær og dag þannig eg setti hana út að lúlla og sú sefur vel ! Ég er að reyna vinna hér heima þó illa gangi..en nóg er að gera.
Annars er það að frétta að húsið okkar er en í rúst og maður orðin nett þreyttur á drasli og ryki..eeeen þetta tekur allt enda vonandi fljótlega. Ca mánuður til aflögu þar sem Sóley á afmæli í mars..og þá vill ég hafa allt fínt.
Annars skráði ég mig í smá nám núna í febrúar námskeið hjá endurmenntun Háskóla Íslands það má lesa um það hér . Hlakkar mikið til og ætla mér að fara svo á fleiri námskeið sem gætu henntað mér og hjálpað mér við vinnu.
Næsta föstudag er tæknisviðshópefli og skemmtilegheit, verður farið með okkur úr húsi kl 14 og það verður farið um bæin í leiki og svo þorramat og gleði. Svo þarnæsta föstudag er fyrsta skrall ársins hjá Starfsmannafélagi Vodafone og eins gott að gera vel ! ..fyrsti viðburður minn sem formaður SVO ekki slæmt það.

Svo Berlín í apríl og skagafjörður í maí..nóg að hlakka til

Engin ummæli: