sunnudagur, 10. febrúar 2008

Þorrablót ofl


Æðislega girnileg mynd ekki satt ?
Helgin var lovely á föstudag var hópefli, kynning og þorrablót hjá Tæknisviði og það var rosalega skemmtilegt. Við vorum sótt í vinnuna með rútu kl 14 og með henni fórum við í Smárabíó þar sem við komum okkur fyrir í einum salnum með popp og kók. Þar byrjaði Gestur framkvstjóri að halda smá tölu um það sem er að gerast hjá okkur þetta árið sem er heill hellingur. Svo koma sálfræðingur sem heitir Jóhann Ingi sem margir þekkja og hann tók okkur í nett pepp og skemmtilegheit. Ferlega hress og skemmtilegur maður sem kann að fá fólk til að hlæja. Eftir þetta allt saman kom rútan aftur og var ferðinni heitið í HK heimilið í Digranesi en þar tók við svaka íþróttakeppni þá meina ég SVAKALEG hehe. Okkur var skipt í lið eftir dýrategundum og það kom mér mjög lítið á óvart að lenda í fílahópnum...enda að verða að fíl eftir æfingarleysi og ofát. Anyyywho þær íþróttir sem keppt var í var karfa, brennó, snú snú, boðhlaup með borðtennisspaða og kúlu og svo voru ýmsir skemmtilegir leikir eins og að raða hópnum í stafrófsröð og eftir aldrei en engin mátti tala hehe. Eftir 1,5 tíma af íþróttum var farið með sveitt tæknifólk í nýja tækjasal vodafone í Hafnarfirði og þar fengum við loks fyrsta bjórinn. Vorum þar í meira en klukkustund og skemmtum okkur og skoðuðum tæknina..um 19 var svo farið aftur í HK heimilið þar sem tóku á móti okkur sviðakjammar, hrutspungar, lundabaggar og hákarl = mikið af ónýtum mat. En þarna var líka brennivín, bjór, léttvín ofl gott ! Svo var sungið og sungið og mikið hlegið ..okkur var blandað á borð og 3 sinnum um kvöldið vorum við látin færa okkur annað þannig að öruggt væri að sem flestir myndu tala saman og kynnast. Þessu lauk svo á mjög kristilegum tíma og ég gamla konan ákvað að koma mér bara heim..á meðan sumir létu sig hafa það að vaða óveðrið yfir á mjög svo loðin stað í kópavogi sem heitir Catalina ! hehe. Var sko mjög fegin í gær að hafa komið snemma heima og var eldhress í gær að gera fínt hér heima.
Talandi um heima nú fer neðri hæðin alveg að smella málaralega og spasslega séð, veggir eru orðnir hvítir og ekki lengur ógeðslega gulir sem er YNDISLEGT og þvilíkur munur ! Það sem á svo eftir að gera þegar máleríið klárast í vikunni er að lakka gluggakistur, ath með lökkun og spreyun á eldhúsinnréttingunni, raða húsg, myndum ofl dóti, kaupa eldhússtóla ofl ofl. Og nú er ég sko bara að tala um neðri hæðina hehe.

Engin ummæli: