mánudagur, 21. janúar 2008

Umsókn um nýtt starf



Ég tók rosalega stóra og mikla ákvörðun í dag, ákvað að tími væri komin að leita eftir öðru starfi og henti inn umsókn hér http://www.fbijobs.gov/ bíð spennt svara....Eftir öll þessi ár að hafa horft á hina ýmsu löggu og FBI þætti tel ég mig vera fullkomlega hæfa í djobb þarna. Einnig tel ég reynslu mína af leiðinlegum, erfiðum, geðveikum og stórhættulegum kúnnum koma mér langt í umsóknarferlinu. Vona að þeir óski svo eftir mér út í viðtal sem fyrst...þarf soldið á því að halda að komast af skerinu. Lagði til að þeir réðu til sín íslenskumælandi sérfræðing frá Vodafone..ef upp kæmu fleiri sprengjumál íslendings eins og kom í fréttum um daginn. Ég meina örugglega til einhverjir íslenskir hriðjuverkamenn sem þarf að yfirheyra. Þannig ég er full bjartsýni eftir jákvæðu svari !


Kv Agent Solla




Engin ummæli: