föstudagur, 18. janúar 2008

Spennufall

Já það var sko nett spennufall þegar maður lagðist á koddan í gærkvöldi , búin að afhenda íbúðina í Dvergabakka og komin í flóttamannabúðir hjá tengdó. Vááááá hvað er æðislega mergjað að vera búin að klára Dvergab ! Svo bara bíðum við og vonum að við fáum húsið sem fyrst, gætum hugsanlega fengið það á sunnudaginn. Þá byrjar hörkuvinna að koma okkur fyrir en það er bara gaman. Svo margt sem okkur langar að gera í húsinu og það verður svo gaman að plana og ákveða og byrja einhverjar framkvæmdir í rólegheitum. Ætlum ekkert að drífa okkur neitt það sem verður fyrst gert er að það verður málað yfir ógeðslega gula veggi. En ekki í neinu stressi þar sem brósi minn málarinn ætlar að vera okkur til halds og trausts í þeim framkvæmdum enda þaulvanur. Fyrsta mál á dagskrá verður að gera herbergin klár og gera kósý í kringum stelpurnar okkar. Sóley Birta blómstrar í nýja skólanum og fékk góðar einkunnir í prófum sem voru í byrjun árs og kennarinn segir hana standa sig svo vel. Hún er búin að eignast fullt af vinkonum sem búa margar hverjar í næsta húsi við okkur ! Ohhh þetta er svoo mikið æði pæði og ég er full orku og jákvæðni núna ...en í gær var ég með magasár þannig ég er nett geðklofi hehe. Jæja best að fara vinna nóg að gera pjúfffff.....

Engin ummæli: