föstudagur, 25. janúar 2008

Komin í framboð


Jebbs mín er komin í framboð...ekki forseta er víst ekki orðin nógu gömul HJÚKK ! En ég bauð mig fram ( aftur ) í stjórn starfsmannafélags Vodafone ( SVO ) langar til að hafa smá impact á félagslífið í fyrirtækinu. Kosningar byrjuðu í morgun og er baráttan í fullum gangi..uppi á veggjum hanga hin ýmsu skemmtilegum plakötum ef mér osfrv. Td hangir túttu mynd af mér á karlaklósettum og tel ég það vera að gefa mér mörg atkvæði ( sem og skrítnar augngotur). En hei PORN SELLS það vitum við öll ! Eins og staðan er núna þá er ég efst með

79 atkvæði sem er ekki leiðinlegt. Svo ef allt gengur upp þarf ég að fara bæta við nokkrum klukkutímum í sólarhringinn svo ég hafi nú tíma fyrir félagslíf..og skipuleggja það þar að auki. En ég þarf á þessu að halda held ég ..og bara gaman að taka þátt í svona starfi

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

áfram þú ég gef þér mitt atkvæði en hvar eru myndirnar af nýja húsinu?? ;O)kv.Fríða

Nafnlaus sagði...

Þú ert líka svoddan snillingur elskan xxx

kv Ía Pía

Nafnlaus sagði...

Áfram Solla, ekki spurning já og ég vil sjá myndir af nýja húsinu.
Kveðja Silla

Solla sagði...

Þið verðið bara að koma í heimsókn !!

Nafnlaus sagði...

Já við komum á árinu:)