Vá það er svo langt síðan ég skrifaði eitthvað hér inn og nú er hausinn fullur af rausi en ég kem því ekki frá mér arggg massa pirrandi. En jólin voru frábær, áramótin sko ekki síðri en þá var farið í Keflavíkina til pabba og co í mat en það er árlegt. Fengum dýrindis kalkún og meðí og svo var farið í bæin , Ásdís átti að sofa á leið í bæin en það gekk ekki eftir hrpfff. Hún sofnaði á leið inní bæin og svaf í 5-10 mín og það dugði henni vel því litla dýrið vakti til 2 í geðveiku stuði hjá tengdó. Gláptum á skaupið sem ég man ekkert hvernig var..og það er ekki sökum áfengis því ég var jú edrú..þannig hmm ætli það hafi ekki bara verið svona lélegt ? Anyyywhoooo svo fórum við skötuhjúin heim og ekkert voðalega seint í bólið...en dagarnir frá gamlárs að þrettándanum fóru næstum með geðheilsuna okkar. Bakkarnir voru bara eins og litla Beirút og okkur leið eins og við værum í miðju warzone og erfiðara hefur aldrei verið að svæfa barnið. Eftir þessa daga og nætur fékk ég gjörsamlegt ógeð á að búa hér og ég tel svoleiðis niður dagana í flutning...sem BY THE WAY ERU EKKI NEMA 8 dagar !! En 18 jan afhendum við okkar gamla pleis og förum til tengdó í nokkra daga eða þar til 22 jan en þá flytjum við inní húsið OKKAR vúhúúúú shit spennó.
Annað í fréttum...hmmmm jú byrjuð í ræktini aftur eftir jóla..desember..veikinda...leti pásu ! Og vá shit fokk hvað það er gott en DRULLU ERFITT á haltra og emja af harðsperrum. En það er ekki það erfiðasta að vakna...trúið mér það erfiðasta er að koma mataræðinu í lag :(. Ég ströggla svooo við þetta mataræðis helvíti en geri mitt besta í að trappa mig niður í góða siði og hollan mat. Markmið mín tókust ekki fyrir jólin..en ég komst vel af stað og árið 2008 fer í það að klára þetta. Ég er komin með meira en nóg af því að vera feit ! Fer til Berlín í apríl með vinnu Hödda þannig nú er bara harkan !!
3 ummæli:
Ánægð með þig :) blogspot er fínt en er doldið leið að vera ekki í tenglalistanum snökt snökt
Hihi það var sko EKKI búið að gleyma þér ! Nennti bara ekki að klára þegar ég var að föndra þetta hehe en því var sko snarlega bjargað
hehehh takk elskan !
Skrifa ummæli