Jú jú við erum flutt inn í nýja húsið LOKSINS !! Seinnipartinn í gær fórum við inn með restina af dótinu okkar og okkur sjálf og það var æðisleg tilfinning. Við rigguðum upp TV ( auðvitað ), sófa og rúmum and thats about it enda ekkert annað sem þarf hehe. Það er ALLT útum allt en who cares við erum flutt inní framtíðarhúsnæðið og höfum nægan tíma til að gera þetta okkar. Ásdís og Sóley sváfu voða vel í sitthvoru tóma herberginu og við gamla settið lágum andvaka að ræða hvað við viljum gera í húsinu. Það er alveg heill hellingur sem við viljum gera við húsið og munum við setja bara upp aðgerðarplan og kostnaðaráætlun og dúlla okkur við það sem gera á. En fyrst á dagskrá er að mála burt ógeðislitinn og rigga til herbergjum stelpnanna :). Víííí gaman gaman..öll hjálp vel þeginn hvort sem það er að taka úr kössum, raða eða bara koma með frábærar hugmyndir. Og já allir velkomnir í heimsókn !!
kv Solla ó svoooo glaða
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Til lukku kæra fjölskylda... megi húsið troð fillast af börnum og gleði :D
Magga Rún
Skrifa ummæli