mánudagur, 17. nóvember 2008
Júbb er á lífi...
Eða svona næstum því allavega..er núna heima með magapest, Ásdís ældi alla helgina og nú erum við Höddi bæði komin með magapestarógeð. Hef ekki verið í því að blogga mikið aðallega hangið á fésbókinni fínt að fylgjast með fólki þar. Ööööö hvað er að frétta..látum okkur sjá...búin að tjútta alveg 2 sinnum undanfarið fór í afmæli Sibbi í 80´s buning og læti var alveg eins og asni en það var stuð. Fór í bæin svo með Ingunni og fleirum og skemmti mér bara fínt . Síðasta föstudag atti Lína mágkona mín 30 ára afmæli og var svakaveisla down town mikið gaman og mikið stuð. Við Höddi skemmtum okkur fínt..ekki alveg með a tæru hvenær við skriðum heim :). Svo tók bara alsherjar magapest við fyrst Ásdís og svo við gömlu þannig það er ekki gaman í Kambaselinu í dag. Er núna með Ásdísi að horfa á tv og tölvast smá og inná milli stekk ég á klóið..þakka guði fyrir að ÁGH sé ekki enþá ælandi. Næstu helgi er svo spilakvöld starfsmannafél voda sem ég ofl stöndum fyrir og ætti það að verða geggjað stuð. Verðum með pilu, póker, pool, yatzy og þau borðspil sem fólk kemur með ...og auðvitað bjór með hehe. bleee....
föstudagur, 10. október 2008
Kreppa og kryppa
Ég ætla mer ekki að fara að tautast um ástandið á landinu og heiminum enda tel ég alla vera yfirfulla af fréttum um þetta ömurlega ástand. Það sem ég get sagt um þetta er að þetta snertir alla og við bíðum bara eftir að vita hvað verður um vinnu Hödda og okkar fjármálalegu skuldbindingar. Áhyggjur og kvíði eru til staðar hjá svo mörgum núna að það er ferlegt enda nauðsynlegt að allir standi saman núna.
Af mér er ágætt að frétta nema það að ég ligg fötluð heima hjá mér ... í gær lennti ég á furðulegu atviki þegar ég vaknaði. Ég semsagt fer á fætur rétt yfir 7 stend upp og fæ skyndilega svona líka SVAKALEGAN verk neðarlega í bakið. Ég hneig aftur niður á rúmið en naði einhvernveginn að labba inná klósett...eg sest á klósettið og næsta sem ég man er að Höddi stendur yfir mér talandi mjög hátt við 112. Ég semsagt missti meðvitund á klósettinu ?!?! hversu kósý er það. Höddi var eðlilega skíthræddur og ætlaði að hringja á sjúkrabíl en ég stoppaði það nú náði með herkjum að standa upp með þvílíkan svima og flökurleika. Skreið nánast uppí rúm aftur og lá þar bara í móki..endaði með að mamma var hjá mér i allan gærdag og þurfti nánast að halda á mér ef ég þurfti á klósettið. Seinnipart í gær var ég nú eitthvað betri en get en ekki beigt mig niður og að sitja er algjör hörmung. Núna ligg ég uppí rúmi og reyni að labba um reglulega svo ég stífni nú ekki öll upp. Ef þetta er ekki classic fyrir mig að slasa mig núna þegar mikið liggur við þa veit eg ekki hvað. Ég er eins og þið mörg vitið í starfsmannafél Vodafone ..og er búin að vera undanfarnar vikur að skipuleggja svakalegt konu og karlakvöld...sem auðvitað er í KVÖLD ! Í gær átti ég að vera þeystast um allan bæ vegna þessa en þurfti staðgengil í það nú ligg ég bara uppí með tár í augum því ég ma ekki missa af kvöldinu. Maður er búin að leggja það mikið á sig að gera það perfect að ég barasta verð að fara þó svo ég endi með að sprauta sterum í bakið eða rúlla mér þangað í hjólastól !! argggggggggggg en hei eitt jákvætt við Höddi kaupum alltaf öðru hvoru Lottó miða á netinu..og siðustu helgi ætluðum við að kaupa miða og loggum okkar inná vefinn og þar blasir við okkur 25 þúsund króna inneign..við bara huh ?...hurru við unnum þetta í ÁGÚST hahaha shit hvað maður er úti að aka. Þannig við eigum í matinn þennnan mánuðinn sem er ekki slæmt :).
föstudagur, 12. september 2008
2 ára skvísa
Já minnsta músin mín er 2 ára í dag sem er alveg magnað finnst hún hafa fæðst í gær :) Hún er búin að vera með afmæli á heilanum í heila viku þannig ekki hægt að segja annað að hún hafi verið hress í morgun. Hún fékk pakka og kórónu og afmælissöng og var ekker smá kát. Hún fékk búðarkassa frá okkur foreldrunum og latabæjarnáttföt og sokkabuxur frá systu. Svo fékk hún að fara fín í leikskólann og henni fannst það sko ekki leiðinlegt. Hér koma nokkrar myndir af fallegur stelpunni okkar.
miðvikudagur, 10. september 2008
news
Svosem ekkert mikið um fréttir mikið að vinna þessa dagana og mikið að drepast í baki ...þrátt fyrir tíðar heimsóknir í sjúkraþjálfun og sund :(. Ömurlegt að vera svona fötluð og sofa líka illa útaf þessu í ofanálag alveg ömurlegt. Fórum til Keflavíkur á ljósanótt um helgina og það var alveg æðislegt ...nema náttlega bakið og ég gat lítið verið á rápi eins og síðustu ár. Illa fór nú næstum fyrir Hödda og Ásdísi þegar Höddi steig oní niðurgrafinn kjallarainngang í keflavík ..engin lýsing og ekkert. Bara þvílíkur grís að Höddi náði að bjarga barninu hann var sjálfur lemstraður og gleraugun hans og myndavélin ónýt. Hér eru nokkrar myndir svona með..nenni ekki að skrifa. Annars er músin litla 2 ára á föstudag og verður afmælisveisla á sunnudag...svo er brúðkaup og kannski sumó ferð með vinnunni þarnæstu helgi ...og svo kemur að afmælinu mínu jeiiiiii 25 ára sko !
fimmtudagur, 28. ágúst 2008
sund gefur gull í mund...
eða eitthvað þannig :) fór í annað sinn í sund í dag og bætti við mig 100 metrum síðan síðast og ætla mér að ná uppí 1 km í hvert skipti sem ég fer. Líður vel eftir sundið og það í raun alveg bjargar deginum hjá mér og styttir daginn þvilíkt finnst mér. Ætla að halda mig við að fara lágmark 3 í viku. En ég fór í fyrsta "alvöru" sjúkraþjálfunartíman í gær og jesús kristur hvað þetta var viðbjóðslega vont. Ég er semsagt í HÖNK og er svo aum og marin og bólgin og eg veit ekki hvað að ég fór í alvöru að gráta þegar hún var að nudda verstu staðina. Ég á annann tíma á morgun og mér kvíður svoooo fyrir þar sem ég er en aum síðan í gær og meira segja með marbletti eftir hana. En ég verð að þrauka þetta og vona að eg verði betri eftir nokkur skipti. Annars var keyrt aftan á Matta bróðir í gær og hann er rosa slæmur í baki og hálsi eftir þetta og er frá vinnu greyið ekki gott þar sem hann er nýlega komin í aðra vinnu. Vona svo sannarlega að hann nái sér fljótar en ég ...því þetta er martröð að vera svona slæm. Jæja best að hætta þessari sjáfsvorkun hehe meira aumingjatalið í mér. Helgin verður róleg er að vinna til 22 á morgun og fer svo í saumó til Ingunnar sem ætti að verða gaman. Svo verður bara reynt að gera eitthvað hér heima um helgina kaupa hillur og skrifborð helst og koma upp skrifstofuaðstöðu.
mánudagur, 25. ágúst 2008
Sumarið horfið
Já ég tók mér heldur betur gott sumarfrí frá blogginu og bara nokkuð sátt við það. Sumarið eins og alltaf leið alltof hratt og fríið fannst manni í raun ekkert. Við erum búin að ferðast smá innanlads en útlandaferðir bíða betri tíma :) Fórum norður og austur í sumar á nýja skodanum okkar og það var helvíti fínt bara. Slökun og ekkert nema slökun í raun, nánast ekkert búin að tjútta en tók vel á því í golfferð SVO. Ég er búin að vera með eindæmum slæm í bakinu og versna bara og hef því lítið verið að hreyfa mig sem er ekki gott. Tók þó á mataræðinu og missti um 7 kg en það komu 1-2 aftur í fríinu sem ég er að reyna taka af mér núna. Byrjaði í dag að fara í sund í hádeginu og ætla að gera það 3 í viku í hádeginu þegar vinnan leyfir ef svo má segja svo er ég líka byrjuð í sjúkraþjálfun. Þannig þetta silast áfram hjá mér hægt en tekst allt á endanum. Skólar byrjuðu í morgun og er ég ekkert smá sátt að stóra barnið sé komið aftur í skóla og það í 4 bekk takk fyrir. Hún er mjög ánægð þegar mikið er að gera hjá sér og er í skóla, fótbolta og vill bæta fimleikum við og erum við að skoða hvort það komist inní dagskránna hennar. Litla músin er voðalega sátt á leikskólanum og talar og talar og syngur og syngur og alltaf sami snillingurinn , hún verður 2 ára í næsta mánuði og ég 25 ára eins og alltaf :). Annars finnst mér allir vera óléttir í kringum mig vona það sé enginn vírus að ganga því ég vill bíða aðeins lengur áður en næsta barn kemur í heiminn. Var sko búin að lofa mér því að verða aldrei aftur FEIT OG ÓLÉTT hehe og það mun standast takk fyrir. Annars eru plönin á næstunni að vinna soldið mikið, synda mikið, borða hollt, fara á ljósanótt í keflavík, halda 2 ára afmæli og aldrei að vita nema maður troði að einu góðu partýi hér í nýja húsinu í haust ! En hér eru svo myndir af litlu snillingunum mínum sem og litlu frænku henni Emmu sem er æðisleg í alla staði hún á langt í að verða 1 árs en er farin að labba með um allt.
miðvikudagur, 28. maí 2008
Á Spáni er gott að djamma og djúsa....trallalalala
Já shit hvað þetta var fín ferð ekkert of mikil sól þannig það var nægur tími til að tjútta og við Höddi tókum heldur betur á því. Djömmuðum til 6 á morgnana 3 daga í röð hehe , já þetta kann maður enþá sko. Gæti semsagt í raun alveg tekið eina þjóðhátíð í nefið múahahha. Það var semsagt mikið drukkið, mikið dansað , mikið hlegið og labbað og borðað og árshátíðini sjálf var GEGGJUÐ !! Maturinn góður, nóg að drekka ( sem var möst þar sem þetta var þriðji dagur í djammi), skemmtiatriðin æðisleg og frábær flugeldasýning. Fólk dansaði uppá borðum og ég veit ekki hvað..vorum fastagestir á einu bar/diskó þar sem við fengum bestu mojito í heimi og barþjóninn elskaði okkur og fór úr ÖLLU og sveiflaði sprellanum hehe. Hér koma nokkrar vel valdar myndir alltof margt ritskoðað.
miðvikudagur, 21. maí 2008
Spain
Á morgun um hádegið mun ég sitja í Leifstöð með bjór í hönd ! Ó já babyyyyy shit hvað ég get ekki beðið eftir að eyða nokkrum dögum í sól og hita á 5 stjörnu hóteli mmm nice. Fór í spánarklippingu áðan og er soldið stutthærð...allavega í hnakkann..hmmm spes en sætt. Þetta er hótelið sem við verðum á
mánudagur, 12. maí 2008
Þar skall hurð nærri hælum !
Get ekki sagt ég hafi oft notað þetta orðatiltæki en það á sko vel við eftir viðburði helgarinnar. Ég , Höddi, Elli vinnufélagi og Óli vinnufélagi lenntum í bílveltu síðasta föstudagskvöld á leið í Varmahlíð í djammferð með deildinni minni hjá Voda. Við vorum semsagt uppá Vatnsskarðinu sem er ekki nema ca 15 mín frá Varmahlíð og þar var massíf hálka , snjór og mikil umferð. Höddi var að keyra og hann missir stjórn á bílnum í hálkunni ..vorum á líklega ca 50-60 km hraða í það mesta þegar bíllinn bara snýst á veginum. Það er engin leið að lýsa því hvernig manni leið en í fullri alvöru taldi ég þetta vera okkar síðasta. Bíllinn semsagt fór yfir á hinn vegarhelminginn hálfpartinn á hlið ef mig minnir rétt og þaðan útaf og fór 1 og hálfa veltu og endaði farþegameginn á hlið semsagt mín meginn. Ég skall 2 í gluggan..og eflaust í loftið og eitthvað..en við vorum öll í beltum og komum nánast alveg heil útúr þessum. Alveg ótrúlegt ...og fólk sem kom að var steinhissa að við klifruðum öll sjálf útúr bílnum. Get ekki sagt annað en að það að hafa verið á Pajero jeppa hafi bjargað lífi okkar allra því hann leit í raun ótrúlega vel út eftir þetta allt saman. Það stoppaði fullt af frábæru fólki sem hjálpaði okkur og hleypti okkur vel köldum í hlýja bílana sína. Dótið okkar fór útum alla heiði sem okkur var hjálpað til að hreinsa upp. Svo komu samstarfsmenn mínir sem höfðu verið aðeins á undan okkur og hjálpuðu okkur sem og að rétta jeppann við. Það komu löggur og sjúkrabíll og þeir vildu fara með okkur á Blöndós , en okkur fannst það heldur mikið vesen og keyrðum inná Sauðárkrók og létum vakthafandi lækni skoða okkur og gera skýrslur. Ég er vel marin hér og þar og mjög aum í öxl og vinstri löpp og eðlilega í hálsi og baki og fékk bólgueyðandi og allskonar skemmtilegt dóp sem ég skemmti mér við að taka. Höddi fann ekkert til alveg fyrsta sólarhringinn en í dag er hann orðin marin og aumur hér og þar. Farþegarnir okkar voru merkilega heilir líka en eðlilega smá eymsl og þessháttar líka þar. Eftir skoðun fórum við svo bara inní Varmahlíð og hittum allt liðið og tókum góða drykkjuhelgi hehe. Sjokkið kom þarna fyrst hjá mér og held ég að maður sé komin yfir það versta eða ég vona það. Þetta liggur vel á huga manns og ég hugsa mikið um hvað ef hvað ef...sem er eitthvað sem maður ræður bara ekki við. Það var alveg yndislegt að koma heim í gær og knúsa stelpurnar í kaf ! Svona lífsreynsla lætur mann heldur betur hugsa um hvað maður er heppinn með vini, fjölskyldu og samstarfsfólk. Allir sem voru með okkur hjálpuðu okkur þvílíkt hvort sem það var að keyra okkur á milli staða , í bæinn eða hella vel af áfengi í okkur sem og knúsa okkur í kaf. En það er ekki spurning að það vakti einhver yfir okkur öllum og maður mun sko lifa lífinu meira lifandi eftir svona reynslu. Shit hvað maður verður væmin...BUT HELL WHO CARES hehe. Hér eru nokkrar myndir frá helginni þær eru soldið margar ekki hæfar til birtingar en ég læt þessar saklausu koma hér.
mánudagur, 28. apríl 2008
Æðisleg helgi
Já það má sko með sanni segja að laugardagurinn hafi staðið uppúr þessa helgi en þa var Árshátíð Árbæjarsaumó. Þetta er árlegt hjá okkur og makar fá að vera með þetta eina skipti hehe. Dagurinn byrjaði að við stelpurnar hittumst heima hjá Grétu um 15 leitið um daginn þar var skálað í kampavíni og ostar og vinber borðuð og kjaftað. Svo var skipt í 2 lið og farið í ratleik um garð Grétu og allskonar þrautir lagðar fyrir okkur. Mitt lið tapaði naumlega ..en þar var pottþétt af því einhver svindlaði hehe. Svo eftir ratleik var meira kampavín og svo brunað með okkur í sund..veðrið skemmdi sko ekki fyrir og við láum flatar og sóluðum okkur. Svo var farið í það að taka sig til en þemað var mafían þannig við tókum tímabilið um 1920 með stæl og vorum allar glæsilegar eins og mun sjást á myndum hér að neðan. Svo fórum við aftur til Grétu og þar beið okkar meira kampavín og bjór ofl ofl. Glæsilegur forréttur og svo um 19 komu kallarnir okkar allir rosalega mafíósalegir og flottir. Svo var langborð þar sem boðið var svo uppá glæsilegan kvöldverð...grilluð lambalæri með öllu tilheyrandi namm namm. Svo má segja að kvöldið og nóttin hafi einkennst af drykkju, dansi...undarlegum píanóleik hjá mér og pallumræðum útí í góða veðrinu. Við Höddi skriðum heim ....jahh mar spyr sig líklega var hún meira en 4 klukkan...en myndir segja mun meira en orð og skelli þvi nokkrum hér inn.
mánudagur, 21. apríl 2008
news or not
Já já ég veit blogghaugurinn er en á ferðini...Berlín var æði pæði og ég ætla pottþétt þangað aftur og grúska í allri sögunni sem fylgir þessari borg. Við lenntum í Berlín um kvöldið og fórum nánast beint út á lífið skelltum okkur á geggjaðan stað sem heitir White Trash fast food og er svona Hard rokk x 10 hehe. Staður á nokkrum hæðum undarlega skreyttur og þar spila þvílík rokkbönd allt kvöldið. Og maturinn var alveg geggjaður , bestu borgarar sem við höfum smakkað og allt á matseðlinum hét rugl nöfnum eins og " Fuck You fries" og "Chicken ass bitch" hehe.
Þarna var étið vel og drukkið en betur..og svo skriði uppá hótel þar sem við þurftum að vakna kl 8.30 á laugard til að fara i skoðunarferð. Ekki voru allir sem meikuðu þá skoðunarferð en við Höddi vorum GEGGJAÐ fersk...jeeee right hehe. En skoðunarferðin var alveg ómissandi og ég sé sko ekki eftir að hafa lagt hana á mig. Eftir þá ferð skelltum við okkur smá í búðir og við shoppuðum smotterí í H&M ( fann mér 2 kápur lettar, boli, pils, skirtu). Svo fórum við og gerðum okkur sætari og skelltum okkur á stað sem heitir Shiro Shiro þar fyrir utan tóku á móti okkur samstarfsfélagar Hödda sem voru skrautlegir og búnir að tana sig í drasl með spray on og meiki og drasli hehe Kvöldið var geggjað í alla staði opin bar allt kvöldið, maturinn snilld og fólkið frábært. Vorum þarna fram á nótt og mætti meðal annars Helgi Björns og skemmti okkur og svo var DJ fram eftir öllu. Maður var sko vel sósaður þegar uppá hótel var haldið , við Höddi vorum gamla fólkið i ferðini og vorum ein af fáum sem tjúttuðum ekki til morguns alla dagana.
Sunnudagurinn fór svo í svefn, labb um borgina, skoða söfn og markaði og fleira æðislegt. Við Höddi fórum svo bara 2 saman út að borða og sötruðum smá öl og svo var bara skriðið uppá æðislega 5 stjörnu hótelið og uppí rúm ;) . Mánudagurinn fór í það að eyða peningum aðallega í H&M á stelpurnar og svo hangs og bið eftir að komast heim til stelpnana :) Komum heim um miðnætti og það var ofsa nice...en Berlín er æði og mæli ég sko eindregið með henni. Fleiri myndir má sjá hér http://www.flickr.com/photos/25067559@N00/ . Og já svo er ég að fara hingað í maí með Voda http://www.hesperia.com/hotels/Hesperia-Alicante/ hel það verði alls ekki leiðinlegt hehe. Annars verður næsta helgi lika mjög skemmtileg en þá er árshátíð árbæjarsaumó sem er árlegt með mökum...Mafíu þema og því allt tengt því vel þegið hmmm...byssur og....exi ? eða..hehe
Þarna var étið vel og drukkið en betur..og svo skriði uppá hótel þar sem við þurftum að vakna kl 8.30 á laugard til að fara i skoðunarferð. Ekki voru allir sem meikuðu þá skoðunarferð en við Höddi vorum GEGGJAÐ fersk...jeeee right hehe. En skoðunarferðin var alveg ómissandi og ég sé sko ekki eftir að hafa lagt hana á mig. Eftir þá ferð skelltum við okkur smá í búðir og við shoppuðum smotterí í H&M ( fann mér 2 kápur lettar, boli, pils, skirtu). Svo fórum við og gerðum okkur sætari og skelltum okkur á stað sem heitir Shiro Shiro þar fyrir utan tóku á móti okkur samstarfsfélagar Hödda sem voru skrautlegir og búnir að tana sig í drasl með spray on og meiki og drasli hehe Kvöldið var geggjað í alla staði opin bar allt kvöldið, maturinn snilld og fólkið frábært. Vorum þarna fram á nótt og mætti meðal annars Helgi Björns og skemmti okkur og svo var DJ fram eftir öllu. Maður var sko vel sósaður þegar uppá hótel var haldið , við Höddi vorum gamla fólkið i ferðini og vorum ein af fáum sem tjúttuðum ekki til morguns alla dagana.
Sunnudagurinn fór svo í svefn, labb um borgina, skoða söfn og markaði og fleira æðislegt. Við Höddi fórum svo bara 2 saman út að borða og sötruðum smá öl og svo var bara skriðið uppá æðislega 5 stjörnu hótelið og uppí rúm ;) . Mánudagurinn fór í það að eyða peningum aðallega í H&M á stelpurnar og svo hangs og bið eftir að komast heim til stelpnana :) Komum heim um miðnætti og það var ofsa nice...en Berlín er æði og mæli ég sko eindregið með henni. Fleiri myndir má sjá hér http://www.flickr.com/photos/25067559@N00/ . Og já svo er ég að fara hingað í maí með Voda http://www.hesperia.com/hotels/Hesperia-Alicante/ hel það verði alls ekki leiðinlegt hehe. Annars verður næsta helgi lika mjög skemmtileg en þá er árshátíð árbæjarsaumó sem er árlegt með mökum...Mafíu þema og því allt tengt því vel þegið hmmm...byssur og....exi ? eða..hehe
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)