mánudagur, 12. maí 2008

Þar skall hurð nærri hælum !

Get ekki sagt ég hafi oft notað þetta orðatiltæki en það á sko vel við eftir viðburði helgarinnar. Ég , Höddi, Elli vinnufélagi og Óli vinnufélagi lenntum í bílveltu síðasta föstudagskvöld á leið í Varmahlíð í djammferð með deildinni minni hjá Voda. Við vorum semsagt uppá Vatnsskarðinu sem er ekki nema ca 15 mín frá Varmahlíð og þar var massíf hálka , snjór og mikil umferð. Höddi var að keyra og hann missir stjórn á bílnum í hálkunni ..vorum á líklega ca 50-60 km hraða í það mesta þegar bíllinn bara snýst á veginum. Það er engin leið að lýsa því hvernig manni leið en í fullri alvöru taldi ég þetta vera okkar síðasta. Bíllinn semsagt fór yfir á hinn vegarhelminginn hálfpartinn á hlið ef mig minnir rétt og þaðan útaf og fór 1 og hálfa veltu og endaði farþegameginn á hlið semsagt mín meginn. Ég skall 2 í gluggan..og eflaust í loftið og eitthvað..en við vorum öll í beltum og komum nánast alveg heil útúr þessum. Alveg ótrúlegt ...og fólk sem kom að var steinhissa að við klifruðum öll sjálf útúr bílnum. Get ekki sagt annað en að það að hafa verið á Pajero jeppa hafi bjargað lífi okkar allra því hann leit í raun ótrúlega vel út eftir þetta allt saman. Það stoppaði fullt af frábæru fólki sem hjálpaði okkur og hleypti okkur vel köldum í hlýja bílana sína. Dótið okkar fór útum alla heiði sem okkur var hjálpað til að hreinsa upp. Svo komu samstarfsmenn mínir sem höfðu verið aðeins á undan okkur og hjálpuðu okkur sem og að rétta jeppann við. Það komu löggur og sjúkrabíll og þeir vildu fara með okkur á Blöndós , en okkur fannst það heldur mikið vesen og keyrðum inná Sauðárkrók og létum vakthafandi lækni skoða okkur og gera skýrslur. Ég er vel marin hér og þar og mjög aum í öxl og vinstri löpp og eðlilega í hálsi og baki og fékk bólgueyðandi og allskonar skemmtilegt dóp sem ég skemmti mér við að taka. Höddi fann ekkert til alveg fyrsta sólarhringinn en í dag er hann orðin marin og aumur hér og þar. Farþegarnir okkar voru merkilega heilir líka en eðlilega smá eymsl og þessháttar líka þar. Eftir skoðun fórum við svo bara inní Varmahlíð og hittum allt liðið og tókum góða drykkjuhelgi hehe. Sjokkið kom þarna fyrst hjá mér og held ég að maður sé komin yfir það versta eða ég vona það. Þetta liggur vel á huga manns og ég hugsa mikið um hvað ef hvað ef...sem er eitthvað sem maður ræður bara ekki við. Það var alveg yndislegt að koma heim í gær og knúsa stelpurnar í kaf ! Svona lífsreynsla lætur mann heldur betur hugsa um hvað maður er heppinn með vini, fjölskyldu og samstarfsfólk. Allir sem voru með okkur hjálpuðu okkur þvílíkt hvort sem það var að keyra okkur á milli staða , í bæinn eða hella vel af áfengi í okkur sem og knúsa okkur í kaf. En það er ekki spurning að það vakti einhver yfir okkur öllum og maður mun sko lifa lífinu meira lifandi eftir svona reynslu. Shit hvað maður verður væmin...BUT HELL WHO CARES hehe. Hér eru nokkrar myndir frá helginni þær eru soldið margar ekki hæfar til birtingar en ég læt þessar saklausu koma hér.

3 ummæli:

fiapia sagði...

SJæse segi ég bara. Sem betur fer eruð þið heil á húfi. Hafði einmitt hitt Ella í spinning og hann sagði mér að hann væri að fara út á land... Sem sagt með þér hehe :)

Mikið er ég fegin að þið eruð öll heil á húfi :)

Nafnlaus sagði...

Jii maður er í sjokki við að lesa þetta. Gott að þið eruð komin heim undir sæng og látiði ykkur nú batna fyrir fyrsta vinnudag... Enga vitleysu mín kæru... ekki rjúka í vinnuna fyrr en þið eruð orðin góð.

Góðan bata.
Magga Rún

Nafnlaus sagði...

Vó kona úffffffff gott að þið komuð nú heil úr þessu........

Luv

Sibbz