fimmtudagur, 28. ágúst 2008
sund gefur gull í mund...
eða eitthvað þannig :) fór í annað sinn í sund í dag og bætti við mig 100 metrum síðan síðast og ætla mér að ná uppí 1 km í hvert skipti sem ég fer. Líður vel eftir sundið og það í raun alveg bjargar deginum hjá mér og styttir daginn þvilíkt finnst mér. Ætla að halda mig við að fara lágmark 3 í viku. En ég fór í fyrsta "alvöru" sjúkraþjálfunartíman í gær og jesús kristur hvað þetta var viðbjóðslega vont. Ég er semsagt í HÖNK og er svo aum og marin og bólgin og eg veit ekki hvað að ég fór í alvöru að gráta þegar hún var að nudda verstu staðina. Ég á annann tíma á morgun og mér kvíður svoooo fyrir þar sem ég er en aum síðan í gær og meira segja með marbletti eftir hana. En ég verð að þrauka þetta og vona að eg verði betri eftir nokkur skipti. Annars var keyrt aftan á Matta bróðir í gær og hann er rosa slæmur í baki og hálsi eftir þetta og er frá vinnu greyið ekki gott þar sem hann er nýlega komin í aðra vinnu. Vona svo sannarlega að hann nái sér fljótar en ég ...því þetta er martröð að vera svona slæm. Jæja best að hætta þessari sjáfsvorkun hehe meira aumingjatalið í mér. Helgin verður róleg er að vinna til 22 á morgun og fer svo í saumó til Ingunnar sem ætti að verða gaman. Svo verður bara reynt að gera eitthvað hér heima um helgina kaupa hillur og skrifborð helst og koma upp skrifstofuaðstöðu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli