mánudagur, 25. ágúst 2008

Sumarið horfið

Já ég tók mér heldur betur gott sumarfrí frá blogginu og bara nokkuð sátt við það. Sumarið eins og alltaf leið alltof hratt og fríið fannst manni í raun ekkert. Við erum búin að ferðast smá innanlads en útlandaferðir bíða betri tíma :) Fórum norður og austur í sumar á nýja skodanum okkar og það var helvíti fínt bara. Slökun og ekkert nema slökun í raun, nánast ekkert búin að tjútta en tók vel á því í golfferð SVO. Ég er búin að vera með eindæmum slæm í bakinu og versna bara og hef því lítið verið að hreyfa mig sem er ekki gott. Tók þó á mataræðinu og missti um 7 kg en það komu 1-2 aftur í fríinu sem ég er að reyna taka af mér núna. Byrjaði í dag að fara í sund í hádeginu og ætla að gera það 3 í viku í hádeginu þegar vinnan leyfir ef svo má segja svo er ég líka byrjuð í sjúkraþjálfun. Þannig þetta silast áfram hjá mér hægt en tekst allt á endanum. Skólar byrjuðu í morgun og er ég ekkert smá sátt að stóra barnið sé komið aftur í skóla og það í 4 bekk takk fyrir. Hún er mjög ánægð þegar mikið er að gera hjá sér og er í skóla, fótbolta og vill bæta fimleikum við og erum við að skoða hvort það komist inní dagskránna hennar. Litla músin er voðalega sátt á leikskólanum og talar og talar og syngur og syngur og alltaf sami snillingurinn , hún verður 2 ára í næsta mánuði og ég 25 ára eins og alltaf :). Annars finnst mér allir vera óléttir í kringum mig vona það sé enginn vírus að ganga því ég vill bíða aðeins lengur áður en næsta barn kemur í heiminn. Var sko búin að lofa mér því að verða aldrei aftur FEIT OG ÓLÉTT hehe og það mun standast takk fyrir. Annars eru plönin á næstunni að vinna soldið mikið, synda mikið, borða hollt, fara á ljósanótt í keflavík, halda 2 ára afmæli og aldrei að vita nema maður troði að einu góðu partýi hér í nýja húsinu í haust ! En hér eru svo myndir af litlu snillingunum mínum sem og litlu frænku henni Emmu sem er æðisleg í alla staði hún á langt í að verða 1 árs en er farin að labba með um allt.

Engin ummæli: