mánudagur, 17. nóvember 2008
Júbb er á lífi...
Eða svona næstum því allavega..er núna heima með magapest, Ásdís ældi alla helgina og nú erum við Höddi bæði komin með magapestarógeð. Hef ekki verið í því að blogga mikið aðallega hangið á fésbókinni fínt að fylgjast með fólki þar. Ööööö hvað er að frétta..látum okkur sjá...búin að tjútta alveg 2 sinnum undanfarið fór í afmæli Sibbi í 80´s buning og læti var alveg eins og asni en það var stuð. Fór í bæin svo með Ingunni og fleirum og skemmti mér bara fínt . Síðasta föstudag atti Lína mágkona mín 30 ára afmæli og var svakaveisla down town mikið gaman og mikið stuð. Við Höddi skemmtum okkur fínt..ekki alveg með a tæru hvenær við skriðum heim :). Svo tók bara alsherjar magapest við fyrst Ásdís og svo við gömlu þannig það er ekki gaman í Kambaselinu í dag. Er núna með Ásdísi að horfa á tv og tölvast smá og inná milli stekk ég á klóið..þakka guði fyrir að ÁGH sé ekki enþá ælandi. Næstu helgi er svo spilakvöld starfsmannafél voda sem ég ofl stöndum fyrir og ætti það að verða geggjað stuð. Verðum með pilu, póker, pool, yatzy og þau borðspil sem fólk kemur með ...og auðvitað bjór með hehe. bleee....
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli