Já það má sko með sanni segja að laugardagurinn hafi staðið uppúr þessa helgi en þa var Árshátíð Árbæjarsaumó. Þetta er árlegt hjá okkur og makar fá að vera með þetta eina skipti hehe. Dagurinn byrjaði að við stelpurnar hittumst heima hjá Grétu um 15 leitið um daginn þar var skálað í kampavíni og ostar og vinber borðuð og kjaftað. Svo var skipt í 2 lið og farið í ratleik um garð Grétu og allskonar þrautir lagðar fyrir okkur. Mitt lið tapaði naumlega ..en þar var pottþétt af því einhver svindlaði hehe. Svo eftir ratleik var meira kampavín og svo brunað með okkur í sund..veðrið skemmdi sko ekki fyrir og við láum flatar og sóluðum okkur. Svo var farið í það að taka sig til en þemað var mafían þannig við tókum tímabilið um 1920 með stæl og vorum allar glæsilegar eins og mun sjást á myndum hér að neðan. Svo fórum við aftur til Grétu og þar beið okkar meira kampavín og bjór ofl ofl. Glæsilegur forréttur og svo um 19 komu kallarnir okkar allir rosalega mafíósalegir og flottir. Svo var langborð þar sem boðið var svo uppá glæsilegan kvöldverð...grilluð lambalæri með öllu tilheyrandi namm namm. Svo má segja að kvöldið og nóttin hafi einkennst af drykkju, dansi...undarlegum píanóleik hjá mér og pallumræðum útí í góða veðrinu. Við Höddi skriðum heim ....jahh mar spyr sig líklega var hún meira en 4 klukkan...en myndir segja mun meira en orð og skelli þvi nokkrum hér inn.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Solla!
Þvílíkur skari af föngulegum valkyrjum þarna á ferð.
Var ekki stemmningin bara hin sama eins og í gamla daga?
bestu kveðjur
Erna K, Kaliforníu
Skrifa ummæli