Ég ætla mer ekki að fara að tautast um ástandið á landinu og heiminum enda tel ég alla vera yfirfulla af fréttum um þetta ömurlega ástand. Það sem ég get sagt um þetta er að þetta snertir alla og við bíðum bara eftir að vita hvað verður um vinnu Hödda og okkar fjármálalegu skuldbindingar. Áhyggjur og kvíði eru til staðar hjá svo mörgum núna að það er ferlegt enda nauðsynlegt að allir standi saman núna.
Af mér er ágætt að frétta nema það að ég ligg fötluð heima hjá mér ... í gær lennti ég á furðulegu atviki þegar ég vaknaði. Ég semsagt fer á fætur rétt yfir 7 stend upp og fæ skyndilega svona líka SVAKALEGAN verk neðarlega í bakið. Ég hneig aftur niður á rúmið en naði einhvernveginn að labba inná klósett...eg sest á klósettið og næsta sem ég man er að Höddi stendur yfir mér talandi mjög hátt við 112. Ég semsagt missti meðvitund á klósettinu ?!?! hversu kósý er það. Höddi var eðlilega skíthræddur og ætlaði að hringja á sjúkrabíl en ég stoppaði það nú náði með herkjum að standa upp með þvílíkan svima og flökurleika. Skreið nánast uppí rúm aftur og lá þar bara í móki..endaði með að mamma var hjá mér i allan gærdag og þurfti nánast að halda á mér ef ég þurfti á klósettið. Seinnipart í gær var ég nú eitthvað betri en get en ekki beigt mig niður og að sitja er algjör hörmung. Núna ligg ég uppí rúmi og reyni að labba um reglulega svo ég stífni nú ekki öll upp. Ef þetta er ekki classic fyrir mig að slasa mig núna þegar mikið liggur við þa veit eg ekki hvað. Ég er eins og þið mörg vitið í starfsmannafél Vodafone ..og er búin að vera undanfarnar vikur að skipuleggja svakalegt konu og karlakvöld...sem auðvitað er í KVÖLD ! Í gær átti ég að vera þeystast um allan bæ vegna þessa en þurfti staðgengil í það nú ligg ég bara uppí með tár í augum því ég ma ekki missa af kvöldinu. Maður er búin að leggja það mikið á sig að gera það perfect að ég barasta verð að fara þó svo ég endi með að sprauta sterum í bakið eða rúlla mér þangað í hjólastól !! argggggggggggg en hei eitt jákvætt við Höddi kaupum alltaf öðru hvoru Lottó miða á netinu..og siðustu helgi ætluðum við að kaupa miða og loggum okkar inná vefinn og þar blasir við okkur 25 þúsund króna inneign..við bara huh ?...hurru við unnum þetta í ÁGÚST hahaha shit hvað maður er úti að aka. Þannig við eigum í matinn þennnan mánuðinn sem er ekki slæmt :).
1 ummæli:
Hræðilegt ástand á þér. Batakveðjur frá Belgíunni :)
Skrifa ummæli