Ég er byrjuð aftur að fara í ræktina eldsnemma 3 viku eða kl fyrir 6 til einkaþj á mánudaginn varð ég vör við mjög fyndna fjölskyldu á sama tíma í ræktinni. Þau voru þá 3 saman..mamman, pabbinn og dóttirinn og þau voru öll svo vel merkt Herbalife að sjaldan hef ég séð annað eins. Það voru peysur, bolir, buxur, brúsar og eflaust nærföt líka, það sem vakti mína athygli var að þau voru öll í ágætis yfirþyngd. Ok gott hjá þeim að vera að hreyfa sig...en ég meina er þetta góð auglýsing fyrir Herbalife ? Ég er svo illa innrætt að mér fannst þetta ógeðslega fyndið en komst svo að því að ég væri ekkert ein um að finnast þetta fyndið. Ég er hvort eð er löngu komin með passa í helvíti eftir að ég dey þannig ég er ekkert að gráta þessa illsku mína. Anywhooo í morgun mætti ég galvösk og hvað haldið þið ein dóttir í viðbót hafði bæst í hópinn sem og einhver fjölskvinur kall á gamals aldri. Þessi viðbótardóttir "þóttist" svo vera þjálfari hinna og svoleiðis rak þau áfram í allsvakalega undarlegar og fáránlegar æfingar. Eftir að hafa verið lengi hjá þjálfara tel ég mig hafa svona smá vit á því sem á að gera og hvað ekki og að horfa á þau var bara eins og einhver grínmynd. Nenni nú ekki að fara útí smáatriðin en getum sagt að hún hafi misskilið ýmislegt stelpugreyið og familían fær að gjalda fyrir það. En augljóst þau hafa tröllatrú á henni og herbalife þannig ég mun vel fylgjast með árangri þeirra hehe.
Annars er ég með harðsperrur dauðans.....sem er ÆÐI ! love it..vaknaði 5.30 í morgun tók góða klukkutíma æfingu brennslu og lappir kom heim um 7 sturtaði mig..vakti eldra barnið...gerði mig sæta..eða sætari ..og bjó svo til geggjað skyr boozt handa allri familíunni. Kom svo kalli og yngra barni á fætur og í föt ( já það þarf :) og svo komin í vinnu um 8.30. Þetta kalla ég allavega magnaðann morgun og mér líður betur en allt. En skal veðja að um hádegið verð ég þreyttari en allt....þá leita ég í kaffið..sem er nýtt hjá mér ! Annars er Berlín á föstudag jeee babyyyyyyyyyyy og þarf að missa 20 kg fyrri það , haldið þið það takist ekki ?..spurning að díla við herbagelluna um einkatíma hmmmm hehe
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Guð hvað ég er stollt af þér að vakna svona snemma. Ég fer alltaf eftir vinnu þar sem ég kemst ekki á fætur. hvað þá kl. 5.30:)
Engin smá harka í minni :)
kv. Ella
Skrifa ummæli