miðvikudagur, 26. mars 2008

This and that


Ekki mikill stórbloggari hér á ferð er voðalega andlaus og löt þessa dagana því miður..en margt skemmtilegt framundan sem ég get svo bloggað um :). Páskarnir voru yndislega rólegir og ljúfir matarboð og svefn og nice heit. Framundan er svo söngkeppni vodafone a föstudag næsta, leiklistarnámskeið næsta laugardag, 5 apríl árshátíð saumó, 11 apríl Berlín vúhúúúúúu.....................svo bara ræktir ! ræktin og aftur ræktin !
Hér að ofan er mynd af mér og yndislegu Emmu en hún var skírð 15 mars og ég var skírnarvottur og var ofsa montin af því. Hún er alveg yndisleg og ég bíð spennt að fá að passa hana hehe

föstudagur, 14. mars 2008

Fáorð







Ekki mikið um blogg hjá manni þessa dagana nóg annað að gera , mikið að gera í vinnu og mikil aukavinnu. Svo er Ásdís litla alltaf að fá einhverjar kvefpestir og í morgun sótti ég hana til dagm og var hún með 39 stiga hita en voða hress. Er með mikið hor og hósta og svona tipikal vetrarflensu einhverja. Það sem er að frétta er að jeppinn okkar sæti fíni er en á verkstæði og erum við mikin farin að sakna hans. Þetta ætlar að kosta okkur allsvakalega mikið þar sem sjálfskiptingin var úrskurðuð ónýt..þannig maður er voða lítið kátur með þetta. En þrátt fyrir þetta þá er ferðini heitið til Berlín 11 apríl og svo ætlar vodafone að bjóða í árshátíðarferð til alicante í maí. 3 dagar á 5 stjörnu lúxushótelið slóðin á það hér þetta er eins og sést SPA og GOLF hótel shit hvað manni hlakkar til. Á morgun á svo að skíra litlu frænku mína hana Emmu sem er alveg yndisleg , hún er ekki orðin 3 mánaða en er á stærð við um 6 mánaða börn hehe ( sver sig í ættina ). Hér að ofan er mynd af henni og brósanum mínum pabbanum, ég var beðin fallega um að vera skírnarvottur og er voða stollt af því. Þannig á morgun skírn...sunnudag vinna og þrif...svo bara stutt í páska. Páskarnir hja okkur verða með rólegu móti á heimavelli enda nóg annað framundan. Set líka myndir af litlu skrítnu stelpunum mínum ,Sóley í sundafmælinu sínu en hún varð 9 ára 10 mars og bauð vinunum í sund ( gæti ekki verið þægilegra hehe):)

mánudagur, 3. mars 2008

Smitberi...


FOKK hversu óheppin og allt er hægt að vera ..nú er ég liggjandi uppí rúmi og á pensilín kúr þar sem ég er komin með streptókokkasýkingu ! Frábært...æði...ég fæ allar pestir veraldar mætti halda. Búin að vera mjög svo slapparaleg í margar vikur og hætti meira segja tímabundið í einkaþjálfun þar sem ég er þreyttasta manneskja í heimi. En þessa viku ætlaði ég að taka með trompi og koma mér í ræktina á öðrum tímum og púla. En í staðinn ligg ég bara og fitna ! urgggggggggg ( má lesa smá pirring úr þessu hjá mér) , bloggleti hefur líka hrjáð mig eins og sést og bara almenn leti má segja. Horfi á allt sem þarf að gera í fína húsinu okkar og það gerist allt voða hægt en ég er farin að taka uppúr stofukössum sem ekki var gert sökum framkvæmda sem nú eru búnar. Nú er stofan hvít , gluggakistur og karmar hvítt og 3 svaðalegir hraunveggir orðnir hvítir og SLÉTTIR ! Matti bró er búin að vera svaðalega duglegur að gera þetta fínt hjá okkur en nú tekur það erfiða við...mjög erfiða þar sem við Höddi erum bæði vogir. En það er að koma hlutum fyrir, velja ljós, kaupa gardínur, kaupa eldhússtóla, hengja á veggi osfrv ! AFmæli Sóley Birtu næstu helgi þannig það er eins gott að ég hressist af þessum kokkum svo ég geti farið að gera eitthvað hér heima.
ps setti káta krílið með :) svona er hún kl 8 á morgnana ANNAÐ EN ÉG hehe